Fimm reglur fyrir fasta bólfélaga

Hvað sem þú kýst að kalla það; vinir með fríðindi, leikfélagar, vinir sem sofa saman öðru hverju – það skiptir engu hvað heiti verður fyrir valinu – kynlíf felur í sér mikla nánd og þó tilfinningar séu ekki alltaf í spilinu, er um ákveðna birtingarmynd sambands að ræða.

Rétt eins og með öll önnur sambönd milli tveggja einstaklinga; þurfa leikreglur að vera skýrar – væntingar þarf að ræða – andrúmsloftið getur þurft að hreinsa, svo vonbrigði geri ekki vart við sig á báða bóga og báðir aðilar geti notið til fulls.

Í alvöru talað; þó um kynlíf og ekkert nema kynlíf sé að ræða og þó samskiptunum sé aldrei ætlað að þróast lengra er ágætt að hafa nokkur grundvallaratriði bak við eyrað og það gildir jafnt um konur sem karla, ef hámarka á ánægjuna án þess að valda streitu í daglegu lífi.

.

screenshot-42.imagebam.com 2015-01-10 18-10-36

Nándin takmarkast eingöngu við kynlíf

Þar með er ekki sagt að engar tilfinningar séu í spilinu. Það kostar hugrekki og þor að eiga bólfélaga; gagnkvæm virðing og innilegt traust eru tilfinningar sem skildi aldrei gera lítið úr. Leikurinn snýst um kynlíf og eingöngu kynlíf – en það getur verið innilegt í eðli sínu og veitt báðum mikla lífsfyllingu. En leikurinn snýst um kynlíf. Ekki bíóferðir á þriðjudögum, innileg SMS þar sem tilfinningar eru ræddar og hádegiskaffi um helgar. Báðum er frjálst að bakka út að vild, ef hitinn verður óbærilegur og hreinskilni er nauðsynleg á báða bóga.

.

Timberlake+films+Friends+Benefits+0RZ1mOWqnPll

Bólfélagar leiðast ekki niður Laugaveginn

Ef þig langar að gegna hlutverki bólfélaga; vera sú svalasta í bókinni – þá þarftu um leið að hemja þá löngun að „strjúka óstyrlátan hárlokk elskhuga þíns blíðlega frá enninu” eins og söguhetjur Rauðu Seríunnar gera gjarna í bókunum sem eru seldar á bensínstöðvum og koma út mánaðarlega.

Hér er ekki átt við að þú eigir að hemja leyndar tilfinningar þínar til elskhugans, gráta hljóðlát ofan í koddann og berja á brjóst þér þegar enginn sér af einskærri ást sem að öllum líkindum verður aldrei endurgoldin. Slíta síðan af þér fötin, kasta þér full uppgerðarlegrar frygðar á uppábúið hjónarúmið og hvæsa orðin: „Taktu mig, foli …” meðan þú veltir því fyrir þér hvenær maðurinn muni loks stynja upp orðunum: „Ég raunverulega elska þig, öll þessi gredda var bara lygi.”

.

bigstock_Taxi_Sign_At_Night_22006559-900x390

Tak þína tösku og gakk!

Nei, í alvöru talað. Tak þína tösku og gakk! Þegar leikjum er lokið þá smeygir þú þér kæruleysislega í pinnahælana, blikkar elskhugann og gengur fullnægð út í nóttina. Í guðs bænum ekki vakna slefandi á koddanum við fyrsta hanagal, horfa á manninn klóra sér í rassinum yfir fyrsta kaffibollanum og brosa andfúl í átt að morgunkorninu.

Þó ástfangin pör deili sokkum og borgi sameiginlega reikninga, er ekki þar með sagt að þú eigir að grandskoða bókhald elskhugans, heilsa upp á móður hans á sunnudegi og breiða fagnaðarerindið út. Ekki gala um bólfimi ofan af húsþökum. Tak tösku þína og gakk, snúðu lyklinum í þinni eigin skrá og andvarpaðu ljúflega, einsömul á sófanum með rauðvínsglas. Lyftu svo glasinu mót stofuglugganum og skálaðu fyrir frelsinu.

.

screenshot-lifebytesrealstories.files.wordpress.com 2015-01-10 20-02-10

Stígðu í burtu frá símtækinu ….

Þig langar þó ekki á stefnumót með olíuborna kyntröllinu sem kastaði aftur makkanum, hnykkti duglega á og rumdi eins og heljarmenni um síðustu helgi? Er ekki staður og stund fyrir allt? Ætlarðu þér í raun lengra en inn í svefnherbergi með manninum? Er ekki staður og stund fyrir allt? Hvað ætti umræðan í sjálfu sér að snúast um, ef ætlunin er ekki að enda uppi í rúmi eina ferðina enn?

Leggðu símann frá þér ef þig þyrstir ekki því meira í annað ævintýri. Geymdu litlu og fallegu SMS-in fyrir karlmann sem er efni í eiginmann og sendu frekar tælandi stikkorð þegar lostinn fer að láta á sér kræla næst … fæst orð bera minnsta ábyrgð.

.

p193ad1sntpnefjp1k5m191a9jo6

Bannað að ljúga!

Vertu hreinskilin og opin frá upphafi. Ertu í raun á höttunum eftir innantómu kynlífssambandi, líkamlegum leikjum sem fela í sér hráan og óhaminn losta – eða býr undir niðri sú þrá að elskhuginn muni einn daginn opna augun, uppnuminn yfir fegurð þinni – staðráðinn í að fanga þig í net hjónabands?

Kynlíf sem felur ekki í sér dýpri þörf fyrir nánd; er gersneitt tilfinningum og byggir bara á losta, er tímabundið gaman. Þannig ævintýri fjara út að lokum og þau eru aldrei langlíf. Þó kynlíf feli í sér innileika og nánd, hlýju og glettni þegar best lætur, þá er leikur að losta eldfimt tómstundagaman og oft blossa upp tilfinningar hjá öðrum aðilanum.

Í Guðs bænum vertu því hreinskilin.

Ástin verður ekki keypt – þó kynlíf sé elsti gjaldmiðill heims. 

Tengdar greinar:

Óskaði eftir að kynnast karlmönnum með stefnumót og skyndikynni í huga

Áráttukennd þörf fyrir kynlíf – Gætirðu verið fíkill?

Forvitnilegt: 65 ára er konan á hátindi kynþokkans

SHARE