Fyndnasti hringberi sögunnar „rúllar upp” brúðkaupi á hjólaskautum

Hringberinn gegnir mikilvægu hlutverki við framkvæmd brúðkaupa; en hringberinn er sá einstaklingur sem geymir hring brúðgumans sem setur hringinn á fingur brúðarinnar. Iðulega er hringberinn einhver nákominn öðru brúðhjónanna – systir, bróðir, eða jafnvel lítið barn sem kemur með hringinn á púða.

En þó eru undantekningar á þeirri reglu eins og sprenghlægilegt myndbandið hér að neðan sannar í eitt skipti fyrir öll – en hér má sjá hvað gerðist í brúðkaupi þeirra Bobby og Shanna Lockhart sem fram fór í Texas fyrir örfáum dögum. Það var Reddit notandinn lucid_scheme sem deildi myndbandinu og sagði:

Vinur minn gifti sig í dag. Svaramaðurinn var beðinn um hringana, brúðguminn rétti út hendina – en svaramaðurinn yppti bara öxlum og sagðist ekki vera með neina hringa. Allir leituðu í vösunum … en enginn fann hringana. Svo allt í einu …. rúllar þessi gaur inn gólfið:

Hinn ótrúlega þokkafulli karlmaður sem skautaði hálfnakinn inn kirkjugólfið mun skipa annan helminginn af Instagram dúettinum DQ4E og sýndi þarna stönt sem hann kallar Superman&ps=docs&ps=docs&ps=docs Drawls – eða Súperman slefar. Að því er kemur fram á Cosmopolitan er hann einnig vinur brúðgumans.

Myndi maður taka upp á svona rugli í eigin brúðkaupi?

Tengdar greinar:

Þau voru ekki sammála um hvar þau ættu að gifta sig, þannig að þau gerðu þetta í staðinn

SJÓÐHEITT: Hvaða kyntröll gaf þau Kim og Kayne saman?

Brúðguminn tilkynnti um sprengju þar sem brúðkaup hans átti að fara fram – Hafði ekki undirbúið brúðkaupið nógu vel

SHARE