Fyrsta stóra rifrildið hjá Taylor og Tom

Taylor Swift og Tom Hiddleston hafa rekist á fyrstu hindrunina í sambandi sínu. Parið reifst heiftarlega eftir að Hiddleston byrjaði í tökum á nýrri kvikmynd, Thor: Ragnarok, í Ástralíu.

Tímaritið US Weekly greinir frá því að parið hafi verið óaðskiljanlegt í sumar. Frá því að fyrst sást til þeirra saman í júní voru þau eins og samlokur þar til Tom flaug til Ástralíu. Og þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni, rifrildið snerist um að þau eyddu ekki nógu miklum tíma saman eftir að tökur hófust í byrjun mánaðarins.

28531 - hiddleston

„Það var svo mikið að gerast að það var erfitt að samræma dagskrár þeirra. Þau voru ósátt við að þau gætu ekki hist,“ sagði heimildarmaður US Weekly. En skötuhjúin eru harðákveðin í að halda funanum í sambandinu og því flaug Hiddleston til Bandaríkjanna í tveggja daga heimsókn til Swift á dögunum.

„Það er meira að gera hjá Tom en henni núna svo þetta hefur verið erfitt. Þau ætla að láta þetta ganga.“

SHARE