Gaf manninum mínum lag í feðradagsgjöf. Sá var glaður (varúð…væmið)

Myndband þetta sem byrjar á því að maður nokkur kveikir á útvarpinu í bílnum sínum hefur farið eins og eldur í sinu á veraldarvefnum. Maðurinn heldur greinilega að þetta sé bara eitthvað handahófskennt lag, en fljótlega verða orðin í texta lagsins undarlega kunnuleg og persónuleg. Í fyrstu er hann ansi ringlaður og spyr svo konu sína sem keyrði bílinn: “Er þetta um okkur?” Hann ljómar svo allur þegar lagið vísar til þess hvernig hann og eiginkona hans kynntust og hversu sterk ást þeirra er. Svo þegar nöfn dætra hans koma upp á hann erfitt með að halda aftur af tárum sínum. Í textanum kemur svo fram að mamma hans sé stolt af honum, horfi niður á hann frá himnum og þá var baráttan við tárin glötuð. Gríptu tisjú og njóttu þessarar ljúfu stundar

Instagram will load in the frontend.

Konan notaðist við þjónustu Songfinch til að búa til þetta sérsniðna lag. Notendur geta valið þann tónlistarstíl og texta sem þeir vilja og Songfinch hannar svo lagið fyrir þig. Eitt sérsniðið lag kostar $199 sem er í raun ekki svo mikið, fyrir ógleymanlega gjöf sem tekur ekkert pláss og verður aldrei hent.

SHARE