Getur ekki eignast börn

ATH. Þessi grein er aðsend. Lesendum er frjálst að senda inn greinar undir nafnleynd í Þjóðarsálina, en þær skoðanir sem birtast hér í Þjóðarsálinni endurspegla hvorki ritstjórnarstefnu né skoðanir HÚN.IS 


Ég er kona sem að get ekki eignast börn og hef þurft að sætta mig við að vera barnlaus. Ég þurfti að ganga til sálfræðings sem að heitir Dr. Gyða Eyjólfsdóttir og sérhæfir sig í ófrjósemi kvenna. 
Hún hjálpaði mér að vinna úr þessu með því að ég fór í viðtöl til hennar tvisvar í mánuði í tvö ár. 

Þetta var mjög erfiður tími og ef ég sá ófríska konu eða konu með barnavagn þá varð ég græn af öfund. Mér fannst þetta svo ótrúlega ósanngjarnt og var reið út í Guð fyrir að gefa öðrum konum börn en ekki mér. 
Ég fæddi son minn andvana árið 1996 af því að ég fékk svo mikla grindargliðnun á meðgöngunni að hann fæddist fyrir tímann. Fyrrverandi kærastinn minn smitaði mig af Klamydíu og það gerði það að verkum að eggjaleiðararnir í mér þrengdust. Ég fékk utanlegsfóstur þrisvar sinnum í röð eftir að ég hitti núverandi eiginmann minn og það þurfti að fjarlægja úr mér báða eggjaleiðarana vegna þess. Þá upplifði ég þær tilfinningar að ég væri einungis hálf kona og missti hálfpartinn móðinn og vonina um að geta orðið ófrísk. 

Ég og maðurinn minn fórum nokkrum sinnum í glasafrjóvgun á fimm ára tímabili og þá þurfti ég að taka mikið af hormónum sem fóru svakalega í skapið á mér. Við urðum einu sinni ófrísk eftir síðustu glasafrjóvgunina sem ég treysti mér til þess að fara í og við fórum í Sónar þegar ég var komin tvo mánuði á leið. Læknirinn sagði við okkur að hann sæi engan hjartslátt hjá fóstrinu og ég að sjálfsögðu brotnaði algjörlega niður. 
Draumurinn sem ég þráði svo mikið var ekki að verða að veruleika í enn eitt skiptið og mér langaði bara til þess að deyja. Ég gafst algjörlega upp og reyndi að taka mitt eigið líf með því að taka fullt af einhverjum töflum en lifði það af. 
Við hjónin eigum tvo frysta fósturvísa ennþá í frysti hjá frjósemis fyrirtækinu sem hét áður Art Medica. Okkur langar til þess að gefa þá til einhvers sem að þráir mikið að eignast barn en það er ólöglegt á Íslandi. 
Þess vegna erum við búin að ákveða að gefa þá í stofnfrumu rannsóknir í staðinn en höfum ekki ennþá látið verða af því ef að lögin myndu breytast eitthvað. 
Mér, persónulega, og manninum mínum líka langar til þess að geta komið genunum okkar áfram ef það er einhver möguleiki á því. Ég er komin úr barneign og byrjuð á breytingarskeiðinu þannig að þessi draumur um að verða móðir mun aldrei rætast hjá mér. 
Það er ekki auðvelt að sætta sig við það og hefur reynst mér mjög erfitt og ég nota því miður áfengi mikið til þess að deyfa þessar erfiðu tilfinningar.
Ég sé bara ekki neina aðra leið og hef þurft að sætta mig við það líka að vera orðin alkahólisti vegna áfallastreituröskunar. 


Ef þú hefur áhuga á að deila þinni reynslu nafnlaust á Hún.is máttu endilega senda okkur línu á hun@hun.is.

SHARE