Geymir börnin sín í kössum til að fá frið

Þegar maður er með lítil börn þá er ekki mikið um að maður geti slakað á og hugsað bara um sjálfa/n sig. Móðir tveggja barna deildi nýlega myndbandi á TikTok þar sem hún sýnir hvernig henni tekst að sinna heimilisstörfum án þess að krakkarnir séu að „trufla“.

Gabrielle skrifaði við myndbandið sem hún deildi „Glöð að við höfum ekki enn tekið þennan kassa í sundur.“ Svo sýnir hún hvernig hún leyfir börnunum að leika sér í pappakassa meðan hún þrífur heimilið.

Hún hefur fengið mikla gagnrýni vegna þessa og hefur verið kölluð löt og grimm. Gabrielle var hinsvegar ekki fyrst með þessa hugmynd en hún sá þetta fyrst hjá AbbyFranco.

Hvað finnst ykkur kæru lesendur?


SHARE