Grammy 2015: Þessi eru tilnefnd til verðlauna

Tilnefningar til Grammy verðlauna þetta árið voru gerðar opinberar sl. föstudag í þættinum CBS This Morning þar sem tónlistarmennirnir Ed Sheeran og Pharrel Williams kynntu hverjir tilnefndir voru þetta árið í fjórum helstu flokkunum fyrir Grammy verðlaunin sem verða haldin í 57 skiptið að þessu sinni.

Sjálfur hlýtur Sheeran tilnefningu fyrir bestu poppplötuna en Pharrell er tilnefndir fyrir albúmið G I R L sem vinsælasta albúmið þetta árið. Listann í ár prýðir fjöldinn allur af hæfileikaríku tónlistarfólki sem allt er verðugt að tilnefningum sínum komið.

Þá hefur Beyoncé slegið enn eitt metið á ferli sínum og jafnvel það mikilvægasta, en hún hefur nú hlotið fleiri Grammy tilnefningar en nokkur önnur tónlistarkona í sögu Grammy verðlaunahátíðarinnar. Sú sem tróndi á toppinum áður er engin önnur en Dolly Parton, sem hefur hlotið samtals 46 Grammy tilnefningar, en Beyoncé fór fram úr þeirri tölu sl. föstudag þegar verðlaunin voru gerð kunn og hefur nú hlotið 47 tilnefningar, sem gerir hana einnig að sjötta mest tilnefnda tónlistarmanneskju sögunnar.

Til að sjá allar tilnefningar til Grammy verðlauna þetta árið smellið hér en hér fer útdráttur af listanum ásamt völdum sýnishornum af verkum þess listafólks sem tilnefningar hlýtur:

Albúm ársins – (Album of the Year)

BeckMorning Phase

BeyonceBeyonce

Ed Sheeranx

Sam SmithIn the Lonely Hour

Pharrell WilliamsGirl

 

Besti nýliðinn – (Best New Artist)

Bastille

Iggy Azalea

Brandy Clark

Haim

Sam Smith

 

Vinsælasta plata ársins – (Record of the Year)

“Fancy,” Iggy Azalea ft. Charli XCX

“Chandelier,” Sia

“Stay With Me (Darkchild Version),” Sam Smith

“Shake It Off,” Taylor Swift

“All About That Bass,” Meghan Trainor

 

Lag ársins – (Song of the Year)

“Chandelier,” Sia

“All About That Bass,” Meghan Trainor

“Shake It Off,” Taylor Swift

“Stay With Me (Darkchild Version),” Sam Smith

“Take Me to Church,” Hozier

 

Besta rapp-albúmið – (Best Rap Album)

The New Classic, Iggy Azalea

Because the InternetChildish Gambino

Nobody’s SmilingCommon

The Marshall Mathers LP2Eminem

OxymoronScHoolboy Q

Blacc HollywoodWiz Khalifa

 

Besti dúettinn / Hópflutningurinn – (Best Pop Duo/Group Performance)

“Fancy,” Iggy Azalea ft. Charli XCX

“A Sky Full of Stars,” Coldplay

“Say Something,” A Great Big World ft. Christina Aguilera

“Bang Bang,” Ariana GrandeJessie J & Nicki Minaj

“Dark Horse,” Katy Perry ft. Juicy J

 

Vinsælasta platan – (Best Urban Contemporary Album)

Sail Out, Jhene Aiko

Beyonce, Beyonce

X, Chris Brown

Mali Is, Mali Music

G I R L, Pharrell Williams

 

Besta raftónlistar-albúmið – (Best Dance/Electronic Album)

Syro, Aphex Twin

While (1, Deadmaus

Nabuma Rubberband, Little Dragon

Do It Again, Röyksopp & Robyn

Damage Control, Mat Zo

 

Besta tónlistarmyndbandið – (Best Music Video)

“We Exist,” Arcade Fire

“Turn Down for What,” DJ Snake & Lil Jon

“Chandelier,” Sia

“Happy,” Pharrell Williams

“The Golden Age,” Woodkid ft. Max Richter 

Giftu 33 pör á Grammy verðlaunahátíðinni – Myndband

5 ástæður til að elska Lorde

Er 2014 ár þjóhnappa? – Myndir

SHARE