Hálfsystir Drew Barrymore finnst látin

Jessica Barrymore hálfsystir leikkonunnar Drew Barrymore fannst látin í San Diego í Kaliforníu þann 29. júní samkvæmt Us Weekly.

Jessica fannst látin í bíl sínum en bílnum hafði verið lagt í innkeyrslu hjá konu að nafni Marta Lopez sem var sú sem uppgötvaði að Jessica væri látin. Bíll Jessicu var fyrir bíl ungfrú Lopez og því gekk Marta að bíl Jessicu þar sem hún taldi hana vera sofandi eða að bíða eftir einhverjum því klukkun var í kringum 12 á miðnætti. Þegar Marta svo opnaði bílinn sá hún að Jessica var meðvitundarlaus og í farþegasætinu voru hvítar pillur á víð á dreif um ásamt dósum af orkudrykkjum.

Þrátt fyrir að eiga sama föður þá þekktust Jessica og Drew ekki mikið en Drew gaf út yfirlýsingu í morgun þar sem hún vottaði nánum ættingjum og vinum samúð sína.

„Although I only met her briefly, I wish her and her loved ones as much peace as possible and I’m so incredibly sorry for their loss“.

Dánarorsök liggja ekki fyrir að svo stöddu en málið er enn í rannsókn.

 

 

SHARE