Leikkonan Zoe Saldana er ólétt ef marka má heimildamann slúðurtímaritsins Us Weekly.  Zoe er kominn rúma þrjá mánuði en á von á barninu með eiginmanni sínum Marco Perego. Samkvæmt heimildamanni eru hjónin mjög spennt fyrir barninu og munu gefa út tilkynningu þegar þau eru tilbúin.

Þegar Zoe mætti á rauða dregilinn nú á síðastliðinn mánudag vakti það athygli aðdáenda að hún var með litla kúlu sem hún virtist vera að reyna að fela en fyrr um daginn klæddist hún víðum bol til að reyna að fela kúluna.

zoe-saldana-pregnant-inline

Selena Gomez virðist vera búin að jafna sig á sambandi sínu við Justin Bieber en hún fagnaði 22 ára afmæli sínu í faðmlögum við annan mann. Söngkonan og Disney stjarnan var stödd á snekkju ásamt vinkonu sinni og módelinu Cöru Delevigne á afmælisdeginum ásamt fleiri vinum.

Karlmaðurinn sem virtist eiga hug Selenu þennan dag er talinn vera ítalski viðskipajöfurinn Tommy Chiabra. Af myndum af dæma virtist hópurinn skemmta sér ansi vel en þá sérstaklega Selena sem naut þess að eyða deginum með Tommy. Fyrrum kærasti Selenu, Justin Bieber var hvergi sjáanlegur en hann sást síðast í hjólastól í Disney World.

Selena-Gomez-Cara-Delevingne-Bikini-Saint-Tropez-2

Selena-Gomez-Cara-Delevingne-Bikini-Saint-Tropez

article-2701671-1FE2ACAC00000578-957_634x832

SHARE