Hangandi loftljós í tísku aftur – Myndir

Hangandi loftljós hurfu á tímabili. Enda flæddu innfelldar lýsingar yfir allt og hangandi ljós þóttu barn síns tíma. En sem betur fer fara tískustraumarnir í hringi og upp á síðkastið hafa gömlu góðu hangandi ljósin dottið inn aftur og það með látum. Hönnun þeirra er annarsvegar framúrstefnuleg, enda bjóða ledýsingar upp á ótrúlega möguleika í þessum efnum. Á hinn bóginn sækja hönnuðir í gamlar hugmyndir og form ljósa og poppa þau upp með skemmtilegum hætti.

1932332_605481809525080_1729883643_n

1779151_605481556191772_243099308_n

Loftljósin eru því orðin hluti af fallegri hönnun heimilisins og oftar en ekki stela þau athyglinni í látlausu umhverfi. Hérna eru nokkrar myndir af því helsta sem er í gangi með hönnun og lýsingu bæði heima fyrir og í fyrirtækjum.

 

 

 

SHARE