Hershey´s kossa smákökur

Þessi sló algjörlega í gegn hjá okkur. Getið notað hvaða kossa sem er en þessir hvítu gerðu kökurnar ennþá betri.

Uppskrift:

 • 360 gr. – Hveiti
 • 2 tsk. Engiferskrydd
 • 1 tsk. – Kanil
 • 1 tsk. – Matarsódi
 • 1/4 tsk. – Múskat
 • 1/4 tsk. – salt
 • 170 gr. – Smjör
 • 160 gr. – Púðusykur
 • 120 gr. – Sýrop
 • 1 stk. – Egg
 • 1 tsk. – Vanilludropar
 • sykur
 • Hershey´s kossar

Aðferð:

Byrjið á að setja þurrefnin saman í skál (Hveiti, engifer,kanil,matarsódi,múskat,salt) og blandið því vel saman. Setjið þá mjúkt smjörið og púðursykurinn i hrærivél og hrærið vel eða þar til að blandan er orðin létt og ljós. Setjið þá sýropið, eggið og vanilludropana útí og hrærið vel. Þá er hveitiblandan sett út smjörblönduna og hrærið í hrærivélinni þar til að komið gott og myndalegt deig. Því næst skellið þið deginu á disk og plastfilmu yfir og setjið inní ísskáp í c.a. 4 tíma má alveg vera í sólarhring þess vegna.

Næst takið þið deigið og búið til myndarlegar og hæfilega stórar kúlur. Hafið sykur í skál og veltið kúlunum uppúr sykrinum. Setjið svo kúlurnar á plötu með smjörpappír og beint inní ofn. Ofninn á að vera í 175°C og bakið í c.a. 8-10 min. Þegar þið takið kökurnar úr ofninum setjið þið Hershey´s kossana strax í miðjuna á hverri kökur eða á meðan kökurnar eru mjög heitar. Þegar því er lokið er gott að taka kökurnar strax af heitri plötunni svo þær kólni fyrst

SHARE