Hljóðritanir NASA af plánetum sólkerfis okkar eru óhugnarlega fallegar – Myndband

Þvert á það sem ætla mætti, er hljóð að heyra úti í geimnum. Og það sem meira er, hver og ein pláneta hefur sitt “eigið tungumál” sem mannseyrað – í tæknilegum skilningi þeirra orða – er fært um að nema.

Vegna þess tómarúms sem ríkir í sjálfum geimnum, er í raun ekki um eiginleg hljóð að ræða í þeim skilningi sem ég og þú leggjum í hugtakið heldur eru hljóðin tilkomin vegna rafsegulsbylgja sem berast á sömu  bylgjulengd og þær hljóðbylgjur sem mannseyrað nemur.

Hér að neðan má hlýða á afar merkilegar hljóðupptökur sem tæki NASA – þar á meðal Voyager – hafa numið og hljóðritað, en hér er um að ræða hljóðbylgjur sem umbreytt hefur verið í hljóð sem við getum hlýtt á og útkoman er hreint út sagt ótrúleg; allt frá því að minna á hryllingsmynd og upp í að framkalla minningar af löngu sungnum vögguvísum.

 

Svona hljómar sólkerfið – ótrúlegt, ekki satt? 

SHARE