Hugh Grant þótti svakalega dónalegur á Óskarsverðlaunahátíðinni

Það hafa örugglega margir verið að fylgjast með Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þó ég sjálf hafi verið langt frá því að vera vakandi. Ég er búin að skoða allskonar fréttir í dag um viðburðinn og hef tekið eftir að margir eru reiðir út í Hugh Grant vegna hegðunar hans í viðtali fyrir verðlaunaafhendinguna.

Ashley Graham er fyrirsæta og kynnir og tók hún viðtöl við margar stjörnur í partíinu fyrir Óskarsverðlaunaafhendinguna sjálfa. Hún spyr hann venjulegra spurninga eins og hvað honum finnist skemmtilegast við verðlaunahátíðina og hann segist ekki vita það, en segir svo að „allt mannkynið sér þarna,“ sem er náttúrulega alls ekki raunin. Svo segist hann ekkert sérstaklega spenntur yfir neinu sem átti að fara fram þarna og er bara á allan hátt leiðinlegur.

Takið endilega eftir svipnum á honum í lokin á viðtalinu.

Sjá einnig:

SHARE