6 leiðir til að nota uppþvottavélatöflur

Það er ægilega þægilegt að nota sápu í töfluformi í uppþvottavélina. Það er algengast að nota duft eða töflurnar hér á landi og mér hafa þótt töflurnar virkað betur því það kemur svo góður glans á leirtauið.

En þessar litlu töflur eru til annarra hluta nytsamlegar auk þess að þrífa leirtauið. Við höfum áður sagt ykkur frá því að það er gott að nota þær á glerið í sturtunum og sagt ykkur aðrar 8 leiðir til að nota þær í óvenjuega hluti, en hér eru nokkrar uppástungur í viðbót um notkun á þessum töflum.

1. Skartgripir

Þó að maður eigi auðvitað að þrífa dýra skartgripi með sérstökum efnum en það er hægt að nota uppþvottavélatöflur til að þrífa ódýrara skart. 

„Þú leysir einfaldlega töflu upp í heitu vatni, settu skartgripina í lausnina og láttu þá liggja í bleyti í nokkrar mínútur,“ segir Miriam Khan,sérfræðingur í heimilisráðum. „Skolið og þurrkið skartið til að fá glitrandi áferð.“

2. Sturtuhausar

Sturtuhausar eiga það til að verað svolítið skítugir, jafnvel á svæðum þar sem mjúkt vatn. Best er að leysa uppþvottavélatöfluna upp í skál með heitu vatni og leggið sturtuhausinn í bleyti í hálftíma. Skolið hann svo með hreinu vatni og þurrkið með þurrum klút. 

3. Blettir á ýmiskonar efnum

Hvort sem þú ert að reyna að  fjarlægja kaffibletti, eða  rauðvínsbletti, getur uppþvottavélatafla hjálpað til við að þrífa áklæði og fatnað á hagstæðan hátt. „Prófaðu þetta fyrst á lítið áberandi hluta efnisins. Leggðu flíkina í bleyti í smá tíma og settu svo í þvottavél eins og venjulega. Ef þetta er sófi eða teppi er best að leysa upp töflu í skál með heitu vatni og nota tusku eða svamp til að ná blettinum úr.

4. Fúgan á milli flísa

Það getur verið erfitt að þrífa fúguna á milli flísa. Eitt af því sem hægt er að gera er að leysa uppþvottavélatöflu upp í smá vatni þannig að blandan verði að þykku kremi. Svo geturðu borið það á fúguna og leyft því að bíða í 20 mín, skrúbbað smá og hreinsað af með vatni.

5. Sjálfvirkar kaffivélar

Yfirleitt fylgja töflur með sjálfvirkum kaffivélum en ef þú hefur klárað þær þá geturðu alveg notað uppþvottavélatöflu til að þrífa kaffivélina. Þú lætur einfaldlega töfluna í staðinn fyrir vanalegu töfluna og leyfir vélinni svo að ganga svona tvisvar til að hún skoli sig alveg.

6. Niðurföll

Ef það er vond lykt upp úr niðurföllum hjá þér eða það rennur mjög hægt úr vaskinum getur verið mjög sniðugt að setja eina uppþvottavélatöflu í niðurfallið. Það eyðir lyktinni og getur leyst upp stíflu og óhreinindi í niðurföllum.


Sjá einnig:

SHARE