Hún bað um þetta húðflúr og fékk ekki það sem hún vildi

Konan nokkur á TikTok sagði frá því að hún hafi farið í húðflúr og beðið um nokkuð stórt húðflúr á bakið. Hinsvegar þegar húðflúrið var komið á hana gat hún ekki hætt að gráta.

Hún skrifaði við myndbandið: „Þegar maður biður um húðflúr og fær risastórt húðflúr sem er ekkert líkt því sem þú baðst um.“ Hún bætir svo við: „Ég er í rauninni föst með þetta hel*** það sem eftir er af lífi mínu. Ég veit ekki hvað ég á að gera.“

Hún er vissulega í mjög miklu uppnámi yfir þessu en virðist svo hafa jafnað sig .

Hún segist hafa fengið að sjá þegar hann var búin að stensla á bakið á henni og það hafi litið betur út en hún hefði átt að skoða þetta betur.

Sjá einnig:

SHARE