Blæðingarnar breytast með aldrinum

Blæðingar eru pottþétt ekki uppáhaldstími neins. Sérstaklega ekki þegar túrinn er skrýtinn, þú ert sein, eða of snemma, túrinn lengri en vanalega eða styttri en vanalega. Svona breytingar á tíðahringnum er erfitt að sjá fyrir og eru alveg óþolandi, en eitthvað sem við þurfum að venjast. Þegar við eldumst breytist tíðahringurinn og þróast, þökk sé aldurstengdum breytingum, sem og þungunum.

Hér eru nokkur atriði sem er gott að hafa á bakvið eyrað varðandi aldurinn og tíðahringinn.

Sjá einnig: „Við opnuðum hjónabandið“

Þrítugsaldurinn

Ef þú varst á óreglulegum blæðingum sem unglingur, erum við með góðar fréttir. Blæðingarnar verða örugglega reglulegri núna. „Það er mjög eðlilegt að ungar stúlkur séu ekki með reglulegt egglos,“ segir Lauren Streicher, kvensjúkdómalæknir í Chicago og höfundur Sex Rx-Hormones, Health, and Your Best Sex Ever

Þegar blæðingar verða reglulegri geturðu farið að búast við fyrirtíðarspenna, krömpum og eymslum í brjóstum. Ef þú ert ekki vön þessum fylgifiskum getur þetta komið þér óþægilega á óvart.

Önnur stór breyting sem verður oft á þessum tíma tengist getnaðarvörnum. Það er á þessum árum sem margar konur fara að nota getnaðarvarnir með hormónum, eiga maka til lengri tíma og hafa ekki tíma til að hugsa um börn. Þegar þú byrjar á pillunni mun það líklega breyta tíðahringnum. Blæðingarnar geta orðið minni og reglulegri, minni krampar og minni fyrirtíðaspenna.

Pillan, sem og aðrar getnaðarvarnir með hormónum, getur meira að segja orðið til þess að þú hættir að vera á blæðingum. Pillan kemur í veg fyrir egglos og án þess safnast ekki upp blóð sem þarf að komast út einu sinni í mánuði.

Sjá einnig: Hún missti fæturnar þegar hún var 18 ára

Fertugsaldurinn

„Nú ættu blæðingarnar að vera orðnar reglulegri og fyrirsjáanlegri,“ segir Lauren. Einkenni eins krampar og MIKLAR blæðingar geta verið vísbendingar um eitthvað stærra vandamál. Legslímuflakk, sem er ótrúlega vont og getur varað allan mánuðinn, greinist oft á þessum árum.

Annað sem getur breytt tíðahringnum á þessum árum eru barneignir. „Þú auðvitað hættir á blæðingum þegar þú ert ófrísk, en það eru fáir sem vita að blæðingar byrja yfirleitt ekki aftur fyrr en 6 vikum eftir fæðingu, þ.e.a.s ef þú ert ekki með barn á brjósti,“ segir Sheryl Ross, kvensjúkdómalæknir í Kalifornía og höfundur bókarinnar She-ology: The Definitive Guide to Women’s Intimate Health. Period. „Ef þú ert með barnið á brjósti byrjar þú örugglega ekki á blæðingum fyrr en þú hættir eða minnkar brjóstagjöfina.“

Það að eignast barn getur svo breytt tíðahringnum enn frekar. „Margar konur tala um að kramparnir hafi minnkað eftir að þær eignuðust barn. Það getur orsakast af mörgu en líklega er þetta af því að leghálsopið er aðeins stærra og blóðið kemst út án jafn mikilla samdrátta í leginu,“ segir Lauren.

Fimmtugsaldurinn

Núna byrjar aðal partýið. Uppúr fertugu byrja hormónasveiflurnar sem einkenna byrjun tíðahvarfa. Á þessum árum, fram til fimmtugs er líkami þinn að undirbúa sig fyrir tíðahvörfin, en þau eiga sér oftast stað upp úr 50 ára.

Hormónabreytingar valda því að egglos verður óreglulegra og sveiflur í estrógenum getur orðið til þess að þú sleppir úr blæðingum, það getur blætt meira og þú getur fengið blettablæðingar. Einnig geturðu fundið fyrir lengri fyrirtíðaspennu. „Það sem ég segi alltaf um þetta tímabil er að það eina sem er fyrirsjáanlegt er að þetta er alveg ófyrirsjáanlegt,“ segir Lauren en minnir einnig á að ef kona er enn að fá egglos, getur hún enn orðið ófrísk.

Það er alveg sama á hvaða aldri þú ert, blæðingarnar geta gefið vísbendingu um almennt heilsufar þitt. „Ef þú ert að upplifa óvenjuleg einkenni, er gott að panta tíma hjá lækni,“ segir Sheryl. Miklar breytingar á blæðingum geta verið vísbending um til dæmis skjaldkirtilsvandamál eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni.

Heimildir: Health.com

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here