Hvernig á að vera hin fullkomna kona (samkvæmt körlum)

Fáðu þér að borða, settu á þig varalit – samt ekki of mikið af hvoru – ekki hanga bara með stelpunum en ekki segja neinum að þú eigir líka strákavini. Það er asnalegt.

Daðraðu – en samt ekki of mikið – vertu náttúruleg en ekki láta eins og einhver nunna – slappaðu af og vertu þú sjálf – en ekki hlæja of mikið … það er bara skrýtið.

Gleymdu þessu bara og vertu þú sjálf – fullkomnun er leiðinleg!

SHARE