Íhugaði að taka sitt eigið líf fyrir bróður sinn

Ashton Kutcher sagði frá því, í þættinum The Checkup With Dr David Agus, að hann hafi hugsað um að taka sitt eigið líf svo tvíburabróðir hans gæti fengið hjartað hans.

Ashton hefur verið mjög opin með heilsu sína en hann er með æðabólgusjúkdóm sem hefur áhrif á getu hans til að ganga, heyra og sjá. Michael, tvíburabróðir Ashton, kom fram í þættinum með leikaranum en hann er með Cerebral Palsy, eða heilalömun. Hann segir í þættinum að foreldrar þeirra hafi haldið, þegar þeir voru litlir, að hann gæti allt sem Ashton gæti og voru alltaf að ýta á hann. Það var svo í 8. bekk að Michael fékk flensulík einkenni og fjölskyldan komst að því að hann væri með of stórt hjarta og þeim var sagt að hann ætti 3-4 vikur eftir ólifaðar. Ashton rifjar upp þegar hann fór með pabba þeirra til Michael til að hitta hann, því hann ætti ekki mikið eftir: „Ég var heima hjá vini mínum, allt í einu kemur pabbi og sækir mig og segir: „Þú ætlar að fara að hitta bróður þinn. Eftir á að hyggja gerði ég mér grein fyrir því að þau hafa viljað að ég sæi hann því það vissi enginn í hvað stefndi.

Ashton segir frá því að þegar hann hafi komið inn í sjúkrastofuna var Michael að fara í hjartastopp og hann hafi verið tekinn út um leið og það gerðist. Hann hafi þá farið að hugsa um hvað gæti hjálpað bróður hans: „Ég hugsaði með mér að ég hlyti að vera hinn fullkomni líffæragjafinn fyrir bróður minn. Ég fór í marga hringi með hugsanirnar og man eftir að hafa hugsað að svalir sem ég sá, væru nógu háar fyrir mig til að hoppa og þá fengi hann hjartað mitt.“

Ashton fór til foreldra sinna og sagði þeim að „taka hjartað sitt“ og hann meinti það. Hann vildi gefa bróður sínum það. En sem betur fer, liðu aðeins 24 tímar þangað til Michael fékk hjartaígræðslu. Hinsvegar gerðist það svo, tveimur árum seinna, að Michael fékk blóðtappa og þurfti að fara í opna hjartaaðgerð.

Ashton sagði frá því að hann hafi verið með hálfgert samviskubit yfir öllu sem bróðir hans þurfti að ganga í gegnum. Fyrst hjartaígræðslu og svo opna hjartaaðgerð. „Hver þarf að ganga í gegnum svona? Hvernig gat ég verið svona heppinn?“

Sjá einnig:

SHARE