Ömurleg ástæða fyrir því að Brendan Fraser var settur á „svarta listann“ í Hollywood

Það muna margir eftir kvikmyndunum „The Mummy“ og „George of the jungle“ sem voru gríðarlega vinsælar á tíunda áratugnum þar sem leikarinn Brendan Fraser fór með aðalhlutverkin. Hinsvegar hefur lítið sem ekkert farið fyrir honum síðan og hefur hinn 54 ára gamli leikari nú útskýrt af hverju og að það hafi ekki verið hans val.

Árið 2018 opnaði Fraser sig um það þegar hann varð fyrir kynferðislegri áreitni sem varð til þess að hann var settur á „svartan lista“ í Hollywood. Leikarinn hélt því fram að hann hefði verið fórnarlamb kynferðisofbeldis af hálfu fyrrverandi forseta Hollywood Foreign Press Association, Philip Berk, eitthvað sem Berk hefur alltaf neitað fyrir. Í viðtali við GQ árið 2018 hélt Fraser því fram að Berk hafi snert hann á óviðeigandi hátt í HFPA hádegisverði á Beverly Hills hótelinu árið 2003. Hann sagði að í kjölfar atviksins hafi hann byrjað að einangra sig, glímt við þunglyndi og liðið ömurlega.

Fraser lýsti atvikinu: „Hann greip utan um mig, grípur um rasskinnina á mér og rennur einum fingrinum að „spönginni“ á mér og byrjar að hreyfa fingurinn. Mér leið ógeðslega. „Mér leið eins og litlu barni. Mér fannst eins og það væri föst kúla í hálsinum á mér. Ég hélt að ég væri að fara að gráta…mér leið eins og það væri búið að taka eitthvað frá mér andlega. Er ég enn hræddur? Algjörlega. Finnst mér ég þurfa að segja eitthvað? Algjörlega. Hefur mig oft langað til þess? Algjörlega. Hef ég stoppað mig? Algjörlega.

Í kjölfar viðtals Fraser við GQ brást Philip Berk við með að segja: „Kvikmyndaferill hans hafnaði honum og það er ekki okkur að kenna.“ Hollywood Foreign Press Association, sem heldur utan um Golden Globes, gaf svo út þessa tilkynningu: “HFPA stendur eindregið gegn kynferðislegri áreitni og þeirri tegund hegðunnar sem lýst er í þessari grein GQ.”

Fraser hefur síðan haldið því fram að hann hafi verið útilokaður af HFPA og Golden Globes verðlaununum, og hafi verið settur á „svartan lista“ eftir viðtalið. Leikarinn hefur hins vegar komið sterkur til baka, en nýjasta myndin hans verður frumsýnd á næsta ári og hefur hann fengið mikið lof fyrir leik sinn.

Kíktu einnig á :

SHARE