Bangsímon HRYLLINGSMYND á leið í bíó

Hryllingsmynd sem skartar Bangsímon í aðalhlutverki er væntanleg í kvikmyndahús. Myndin, sem ber heitið Winnie The Pooh: Blood and Honey, er ofbeldisfull saga um þennan dýrkaða og dáða björn Bangsímon. Þetta er fyrsta mynd sinnar tegundar um gula björninn, sem er ekki frá Disney og ekki ætluð börnum. Myndin er gerð eftir innblæstri úr bókinni Winnie The Pooh, sem er eftir A.A. Milne og er frá árinu 1926.

Í myndinni er fylgst með 2 metra háum Bangsímon og aðstoðarmanni hans, Grislingi, þegar þeir fara í drápsferð í gegnum Þúsund ekru skóg. Rhys Frake-Waterfield, höfundur og leikstjóri myndarinnar, ræddi við Variety um verkefnið og sagði að stærsta áskorunin hefði verið að finna jafnvægið á milli gamanleiks og hryllings. Hann sagði: „Þegar þú ert að gera svona klikkaða kvikmynd er mjög auðvelt að detta í það far að myndin nær því ekki að vera óhugnaleg og verður bara fáránleg og jafnvel heimskuleg. Við vildum finna þennan gullna meðalveg.“

Hér er sýnishorn af myndinni:

Sjá einnig:

SHARE