Jason Momoa gerði Amber Heard brjálaða

Amber Heard leikur Mera í Aquaman myndinni og var búin að gera samning um að leika í Aquaman 2 sem á að koma út í desember 2023. Réttarhöldin sem Amber og Johnny Depp settu einhvert strik í reikinginn þegar kom að því hvort Amber myndi áfram vera í þessu hlutverki. Undirskriftalisti var settur í gang þar sem 4 milljónir manna skrifuðu undir að þeir vildu ekki hafa Amber áfram í Aquaman.

Það voru misvísandi fregnir af því hvort mótleikari hennar, Jason Momoa, stæði með henni í málinu. Þau hafa samt ekki alltaf átt í góðum samskiptum þegar þau hafa verið að vinna saman.

Amber hefur sagt frá því að henni finnist voðalega gott að lesa bækur þegar hún er í pásu milli taka, en hún hefur sjálf sagst vera mikill bókaormur.

Sjá einnig: Jason Momoa komin með húðflúr á höfuðið

Í viðtali Entertainment Weekly árið 2018 sagði Amber frá því að Jason hefði oft og iðulega gert grín að henni vegna lestraráhuga hennar. Hún sagði líka að hann væri alltaf mjög fyrirferðamikill á tökustað og gerði hvað sem hann gat til að ná athyglinni á sig.

„Þú veist alltaf hvar Jason er, hann yrði rosalega léleg ninja. Ég varð pirruð á honum vegna þess að ég var að lesa bækur og slaka á og hann þolir ekki þegar fólk er ekki að hlæja að honum eða veita honum athygli. Hann fór því að stela bókunum mínum til að ég myndi neyðast til að veita honum athygli,“ sagði Amber.

Hún bætti við seinna: „Hann reif stundum blaðsíður úr bókunum til að fá athygli. Það gerði mig alveg brjálaða. Ég átti kannski 30 bls eftir í bókinni og gat ekki klárað hana því það var búið að rífa síðurnar úr.“

Sjá einnig: Jason Momoa rakar af sér hárið

Þrátt fyrir allt þetta hefur Jason Momoa talað vel um Amber og sagt að það sé gott að vinna með henni.

SHARE