Jennifer Lopez segir börnin sín ekki tala við sig lengur

Jennifer Lopez segir að börnin hennar „vilji ekki tala“ við hana lengur. Margir frægir einstaklingar eiga í flóknum samböndum við fjölskyldumeðlimi, þar á meðal sín eigin börn. Sumir hafa jafnvel hætt að tala við ákveðna ættingja sína af alls konar furðulegum ástæðum. Svo eru aðrir sem eru ákaflega stoltir af sínum nánustu, og þá sérstaklega börnum sínum þó flestir vilji halda þeim frá sviðsljósinu.

Jennifer Lopez virðist hafa átt í frábæru sambandi, í gegnum tíðina, við börnin sín, tvíburana Emme og Max Muñiz. Þau hafa, eins og flestir krakkar, viljað meira sjálfstæði með hækkandi aldri. Jennifer Lopez hefur sagt að börnin hennar, Emme og Max, „vilji ekki tala“ við hana lengur.

Jennifer er með sameiginlegt forræði yfir börnunum, en pabbi krakkana er Marc Anthony. Í viðtali hjá The News International sagðist Jennifer kenna sér um að börnin hennar hafa ekki átt eðlilegra líf. „Ég held að fáir geti sett sig í þau spor að vera barn frægs foreldris. Ég finn til með þeim því þau völdu sér ekki þetta hlutverk,“ sagði Jennifer.

„Þau eru bara nýlega farin að segja mér hvernig fólk kemur fram við þau, hvernig fólk þagnar og horfir á þau þegar þau koma inn í herbergi og hvað þau eru að hugsa. Þeim finnst enginn sjá þau sem einstaklingana sem þau eru og ég held það hafi verið mjög erfitt fyrir þau. Ég hefði viljað geta varið þau fyrir því,“ sagði söngkonan líka.

Jennifer hefur alltaf átt náið samband við börnin sín og þegar hún giftist Ben Affleck í júlí 2022, bættust þrjú börn við fjölskylduna: Violet, Seraphina og Samuel.

Söngdívan tjáði sig um það í The News International að tvíburarnir Emme og Max, væru nú orðnir unglingar og eru á þeim tímapunkti að þau vilja ekki tala eins mikið við mömmu sína. „Þetta er tíminn þar sem börnin þín vilja ekki tala við þig og eru að uppgötva sig sjálf sem einstaklinga.“ Lopez bætti við að þó að hún skildi ástæðuna fyrir því að börnin hennar vildu ekki tala eins mikið við hana, þá væri það samt sársaukafullt. „En þetta er allt nauðsynlegt og vitsmunalega skil ég þetta, en ég fæ samt illt í hjartað.“


Sjá einnig:

SHARE