Justin Bieber er tekjuhæsta stjarnan undir 30 ára

Fréttir af söngvaranum Justin Bieber sem ratað hafa í fjölmiðlana síðastliðið árið eru flestallar af óförum hans. Þrátt fyrir slæmt ár að mati fjölmiðla hefur það ekki haft áhrif á tekjur Justin en hann rataði í fyrsta sæti á lista Forbes yfir efnuðustu stjörnurnar undir þrítugu þetta árið.

Forbes metur tekjur Justin yfir síðustu 12 mánuðina upp á tæpa 10 milljarða íslenskra króna eða 80 milljónir Bandaríkjadala. Þessar niðurstöður koma þó ekki á óvart ef litið er til þess hve stóran aðdáendahóp söngvarinn á. 56,6 milljónir aðdáenda elta söngvarann á Twitter og það selst upp á nokkrum mínútum á alla tónleika hjá honum.

Strákahljómsveitin One Direction er í sæti númer 2 og hin 24 ára gamla Taylor Swift situr í þriðja sæti en hún er tekjuhæsti kvennmaðurinn í þessum flokki. Miðað við velgengni nýjustu plötu Taylor, 1989 er líklegt að hennar tekjur haldi áfram að hækka og því verður forvitnilegt að sjá þennan lista að ári.

Tengdar greinar:

Selena Gomez fékk nóg af Justin Bieber og lét hann róa

Eru Kendall Jenner og Justin Bieber nýjasta parið

Justin Bieber heldur áfram að niðurlægja Orlando Bloom – Myndband

„Hún var góð“ – Justin Bieber ögrandi við Orlando Bloom

SHARE