Justin Timberlake brestur í kántríslagara á tónleikum

Íslandsvinurinn Justin Timberlake kann að vera ókrýndur konungur popptónlistar, en sló vopnin úr höndum aðdáenda sinna á miðjum tónleikum i Nashville. Silkibarkinn Timberlake reif upp kassagítar og hóaði upp sjálfan Garth Brooks, sem er annálaður kántrísöngvari og tók lagið með karli eins og þeir væu staddir á svaðalegu sveitaballi.

Reyndar er Timberlake einlægur aðdáandi Brooks og hefur lofað hinn síðarnefnda ómælt gegnum árin fyrir melódíska lagasmíði og hnyttna kántrítexta. Það er ekki oft sem sjálfur Timberlake, sem öllu þekktari er fyrir seiðandi hip hop ballöður á borð við Magna Carta þar sem þeir Jay Z tvímenntu, hoppar og djammar á sviði við sveitatónlist. En það gerðist engu að síður fyrir skömmu síðan og hér má sjá þá Brooks syngja sveitaslagarann Friends In Low Places  á sviði í Nashville, kokhrausta og rjóða í kinnum:

Tengdar greinar:

10 ára strákur grætir Justin Timberlake

Justin Timberlake elskar Ísland

Sjónvarpsstöð tileinkuð Justin Timberlake í loftið

SHARE