Katie Holmes heldur upp á 10 ára afmæli Suri

Suri Cruise átti afmæli á mánudag og varð þá 10 ára gömul. Mamma hennar, Katie Holmes (37), hélt upp á afmæli dótturinnar á sunnudag og var það gert með frekar látlausum hætti í New York.

“Suri fór í hádegismat með mömmu sinni, ömmu og afa móðurmegin og 2 ungum vinkonum sínum í Tavern on the Green,” sagði heimildarmaður People. Suri og fylgdarlið hennar sátu úti og pöntuðu sér hamborgara og hún kláraði allt af disknum sínum.
Eftir matinn fór öll hersingin í bakarí og keyptu sér sætmeti í Central Park.

Katie póstaði þessari mynd inn á Instagram í gær og skrifaði:

“Svo þakklát fyrir uppáhalds daginn minn á hverju ári!!!! Til hamingju með afmælið elsku engillinn minn Suri”

So grateful for my favorite day of the year!!!!!! Happy Birthday to my sweet angel Suri❤️❤️❤️

A photo posted by Katie Holmes (@katieholmes212) on

SHARE