Khloe Kardashian kærð af fyrrum starfsmanni

Fyrrverandi starfsmaður Khloé Kardashian hefur lagt fram kæru gegn þeirri síðarnefndu vegna óréttmætrar uppsagnar árið 2022. Starfsmaðurinn, Matthew Manhard, hóf störf hjá Khloé árið 2019 en meiddist á fæti í maí 2022 og þurfti að fara í veikindaleyfi, en var sagt upp störfum í kjölfarið, í nóvember 2022.

Matthew segir að hann hafi verið óvinnufær vegna meiðslanna og þegar hann hafi ætlað að snúa aftur til starfa, 6 mánuðum seinna, hafi það ekki verið í boði lengur. Í kærunni segir Matthew líka að hann hafi aldrei getað tekið sér sínar pásur þegar hann vann hjá Khloé því það hafi alltaf verið svo mikið að gera. Matthew sækist eftir að fá skaðabætur því hann hafi heldur aldrei fengið greidda yfirvinnu þó hann hafi stundum unnið 12 tíma vinnudaga. Talsmenn Khloé hafa vísað þessum ásökunum alfarið á bug.

„Það er óheppilegt að fyrrum starfsmaður hafi ákveðið að taka þessa stefnu. Matthew fékk allt sem hann átti rétt og fékk greitt fyrir störf sín. Hann fór í veikindafrí og það kom að því að það þurfti einhver annar að taka við starfinu. Við munum ekki sitja undir fölskum ásökunum og munum sanna að þessi lögsókn á sér enga stoð í raunveruleikanum.“

Sjá einnig:

SHARE