KILROY er fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að bjóða upp á vörur og þjónustu sem eru sniðin að þörfum ungs fólks og stúdenta.

Þau leggja metnað í að aðstoða ungt fólk og stúdenta við að kanna lífið í gegnum ferðalög og nám. Hvort sem það er að ferðast um heiminn eða stunda nám erlendis er markmið þeirra það sama, að láta þína drauma rætast.

KILROY hjálpar þér að kostnaðarlausu að komast inn í háskóla erlendis. Hvort sem það er nám til styttri tíma, bachelorgráða eða mastersgráða. KILROY starfar með skólum nánast út um allan heim.

Þann 7. september munu 10 skólar frá fjórum löndum koma saman hér á landi til að kynna starfsemi sína  fyrir íslenskum námsmönnum og öðrum áhugasömum einstaklingum. Kynningarnar verða haldnar í Bíó Paradís og kostar ekkert inn. Þú færð þitt númer þegar þú kemur á staðinn og getur mögulega unnið 30.000 kr. inneign hjá KILROY sem þú getur notað upp í flug eða ævintýraferð. Það verða dregnir 2 vinningshafarVið kynntum nýlega 3 þessara skóla og hér eru næstu þrír kynntir. Hér er hægt að skrá sig í gegnum Facebook á námsviðburðinn.

usc-campus-kangaroo

University of the Sunshine Coast

University of the Sunshine Coast (USC) er með mikið úrval grunn- og framhaldsnáms. Vinsælustu námslínurnar eru íþróttatengd nám, viðskiptafræði og rannsóknir í umhverfisskipulagi og viðhaldsstjórnun. USC liggur við útjaðar bæjarins Maroochydore og í bænum búa um 17.500 manns. Svæðið er þekkt fyrir góðar strendur og þá sérstaklega vegna hentugleika þeirra til brimbrettaiðkanna. Lífsstíllinn á Sunchine Coast er afar afslappaður og minnir um margt á dvalarstað ferðamanna. Hér eru góðar verslunargötur, hugguleg kaffihús og skemmtilegir veitingastaðir. Lesa meira um USC.

william-angliss-building

William Angliss Institute

Þú færð heimsklassa hótelstjórnunar-, ferðamála- og matvælaiðnaðar menntun hjá William Angliss Institute. William Angliss er með fyrstaflokks aðstoðu til náms í þessum greinum með kennslutíma, veitingastaði sem eru settir upp til þjálfunar, reynslumikla leiðbeinendur og mjög vítt net af fólki sem er í þessum bransa. Skólinn er staðsettur í hjarta Melbourne borgar, sem er ein líflegasta borg Ástralíu. Lesa meira um William Angliss Institute.

thompson-sun-peaks

Thompson Rivers University

Ef þig langar að búa í nágrenni við stórkostlegt skíðasvæði í rólegu og fallegu umhverfi og eiga um leið kost á fyrsta flokks menntun og fjölbreytilegu námsúrvali, þá er Thompson Rivers University (TRU) pottþétt rétti háskólinn fyrir þig! Háskólinn býður upp á fjölbreytt grunnám (BA), m.a. hið sívinsæla Tourism Management. Einnig er hægt leggja stund á fjölmiðlafræði, ævintýraferðafræði, hjúkrun og listnám. Kennslan fer fram í litlum einingum. Lesa meira um TRU.

SHARE