Langar þig í skóla í Ástralíu? – KILROY lætur þinn draum rætast!

0

KILROY er fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að bjóða upp á vörur og þjónustu sem eru sniðin að þörfum ungs fólks og stúdenta.

Þau leggja metnað í að aðstoða ungt fólk og stúdenta við að kanna lífið í gegnum ferðalög og nám. Hvort sem það er að ferðast um heiminn eða stunda nám erlendis er markmið þeirra það sama, að láta þína drauma rætast.

KILROY hjálpar þér að kostnaðarlausu að komast inn í háskóla erlendis. Hvort sem það er nám til styttri tíma, bachelorgráða eða mastersgráða. KILROY starfar með skólum nánast út um allan heim.

Þann 7. september munu 10 skólar frá fjórum löndum koma saman hér á landi til að kynna starfsemi sína  fyrir íslenskum námsmönnum og öðrum áhugasömum einstaklingum. Kynningarnar verða haldnar í Bíó Paradís og kostar ekkert inn. Við munum kynna þessa skóla næstu vikurnar og hér eru fyrstu þrír þeirra. Hér er hægt að skrá sig í gegnum Facebook á námsviðburðinn.

Screen shot 2013-08-13 at 13.21.50

University of Sydney

University of Sydney (USYD) er einn af þremur bestu háskólum Ástralíu og er inn á topp 100 lista yfir bestu háskóla heims. Í háskólanum stunda 50.000 manns nám sitt og 11.000 af þeim eru alþjóðlegir nemendur frá yfir 140 löndum. Með gráðu frá University of Sydney hefur þú byggt frábæran grunn fyrir framtíðina! Lesa meira um USYD.

Screen shot 2013-08-13 at 13.22.12

Blue Mountains

Kynntu þér nám í hótel-, veitingahúsa-, viðburða- og ferðaþjónustu geiranum í einum heitasta hótel skóla Ástralíu, Blue Mountains International Hotel Management School (BMIHMS)! Hér geturðu nælt þér í eftirsótta menntun og myndað um leið alþjóðleg tengsl í frábæru námsumhverfi rétt fyrir utan Sydney. Lesa meira um BMIHMS.

Screen shot 2013-08-13 at 13.22.04

La Trobe University

La Trobe University (LTU) liggur á stóru grænu svæði við útjaðar stórborgarinnar Melbourne í suðurhluta Ástralíu. Háskólinn er sérstaklega rómaður fyrir gott alþjóðlegt samfélag. La Trobe er einn besti rannsókna og kennara háskóli í Ástralíu sem býr yfir góðu orðspori á alþjóðlegri vísu fyrir ágæti sitt og nýsköpun. Lesa meira um LTU.

 

 

SHARE