Líkaminn eftir fæðingu – Sættum okkur við breytingar

Samfélagsmiðlar eru fullir af óraunhæfum myndum sem gáta látið meira að segja þeim allra öruggustu líða óþægilega með sig. Þegar konur eru nýbúnar að koma barni í heiminn getur það komið sumum eilítið á óvart hvernig líkaminn lítur út. Sumar halda að þær verði fljótlega aftur alveg eins og áður en það er oftast ekki raunin.

Þessi kona hefur ákveðið að deila myndum af líkama sínum og hætta að fela sig á bakvið „filtera“ og aðhaldsfatnað.

Danisha er 4 barna móðir og byrjaði nýlega að deila vegferð sinni, í átt að því að taka líkama sinn í sátt, á samfélagsmiðlum. Í fyrstu skammaðist hún sín fyrir magann á sér og reyndi stöðugt að fela hann, en eftir seinasta barn vildi hún breyta til.

„Ég vissi ekki að ég myndi vera með svona mikla lausa húð og öll þessi slit. Ég vissi ekki að líkami minn myndi breytast svona mikið, en mig langar að elska líkama minn og vera ánægð með hvernig ég er. Ef maður sér bara stjörnurnar og fyrirsætur sitja fyrir með bumburnar sínar gefur manni svolítið ranga mynd af raunveruleikanum. Þær láta mann halda að það sé eitthvað til sem heitir fullkomnun, og að maður sé bara með „gallaðan líkama“ ef maður lítur ekki svona út.“

Á einni mynd sína á Instagram skrifaði Danisha: „Ekki láta samfélagið láta þig halda að það þurfi að „laga þig“. Líkami þinn er ekki það sem þarf að laga, heldur er það samfélagið sem þarf að laga.“

Margar konur búast við því að fá líkama sinn til baka eftir meðgöngu og mörgum finnst þær vera í ókunnugum líkama.

„Líkamar okkar á að þróast og breytast, það er eitthvað sem gerist með aldrinum. Það breytast ekki allir á sama hátt en það er allt í góðu. Minn æðislegi líkami hefur gefið mér 4 dásamleg börn og maginn á mér minnir mig á það. Það hefur tekið mig langan tíma að sætta mig við hann, elska hann og kunna að meta hann.“


Sjá einnig:

SHARE