Litlar Mexíkó-kjötbollur

Þessar kjötbollur eru svakalega girnilegar og uppskriftin kemur frá Ragnheiði á Matarlyst:

Þessar eru alltaf vinsælar, ég gerði tvöfalda uppskrift fyrir veisluna, bar þær fram með hvítlaukssósu sem ég keypti út í búð.

Einnig eru kjötbollurnar góðar svona hversdags með grjónum, góðu salati og afar einfaldri Rjóma sweet chili sósu sem ég útbý, set einnig inn uppskrift af henni.

Hráefni:

500 g nautahakk (ca 1 pakki)
500 g svínahakk (ca 1 pakki)
1 pakki Ritzkex mulið smátt
2 Mexíkó ostar rifnir niður
2 egg
1,5 tsk svartur nýmalaður pipar
1,5 tsk salt
3- 4 tsk hvítlauksduft

Aðferð

Hitið ofninn í 180 gráður

Öll hráefnin sett saman í skál, blandað saman með höndum, mótið litlar kjötbollur. Setjið inn kjötbollurnar inn í 180 gráðu heitan ofninn í u.þ.b 15 mín.

Sósan góða

Hráefni

4 dl Rjómi (Eða eftir fjölda þeirra sem eru í mat)
1,5 -2 dl Sweet chili sósa magn eftir smekk setja lítið í einu og smakka til.

Aðferð

Rjómi settur í pott ásamt sweet chili sósu

Sósan smökkuð til. Rétt hituð að suðu.

Mér finnst þessi sósa afar einföld, góð og tekur engan tíma að útbúa.


Sjá einnig:

SHARE