Mischa Barton (31) var lögð inn á spítala þann 26. janúar samkvæmt HollywoodLife.com. Hún var sögð hafa sýnt af sér furðulega hegðun á fimmtudagsmorgun og vinir hennar og nágrannar voru farnir að hafa áhyggjur af henni.
Mischa var á svölum heimilis síns í vesturhluta Hollywood, klædd aðeins í skyrtu og með bindi. Viðstaddir segja Mischa hafa verið að babla um það að hún væri norn og að heimurinn væri að farast.
Sjá einnig: Ótrúlegt – Móðir fæðir barn sitt í anddyri spítala
Þeir höfðu miklar áhyggjur af því að leikkonan myndi stökkva fram af svölunum svo hringt var á lögregluna. Lögreglan og slökkviliðið kom á staðinn og Mischa fór með þeim sjálfviljug. Hún mun gangast undir geðrannsókn á spítalanum.