Munúðarfull Candice Huffine elskar að vera módel í yfirstærð

Hin munúðarfulla Candice Huffine er nafntogað módel í hátískuheiminum og ætti að vera flestum kunn; hin þrítuga gyðja hefur prýtt allt frá forsíðu ítalska Vogue, var ein af Pirelli stúlkunum á nýútkomnu dagatali sem vakið hefur mikla athygli en hún er hátískumódel í yfirstærð og notar föt númer 12.

Í nýlegu viðtali sem Candice veitti Yahoo Style segir hún í hreinskilni frá því hvernig er að vera kona með mjúkar línur í kröfuhörðu starfsumhverfi þar sem grannar stúlkur taka inn hæstu launin, hvað henni þykir í raun um eigin líkamslögun og hvernig hún slakar á þegar ytra áreitið keyrir fram úr þverbaki.

Candice skefur ekki af hlutunum og er beinskeytt og einlæg í tilsvörum og virðist eins hrífandi í persónu og hún er á ljósmyndum, en hér fara örfá skot úr viðtali Yahoo Style og svo fimm atriði sem vekja athygli:

.

6614a6917206551e8f98eaa7c262e5861afdb312

Ljósmynd: Marton Perlaki fyrir Yahoo Style

.

Hún er með báða fætur á jörðinni …

Ég fæ fjölmörg skilaboð frá öðrum konum sem segja jafnvel: „Ég elska hvernig þú klæðir þig því þú ert með eins vaxtarlag og ég; en þar til núna hef ég aldrei vitað hvaða snið fara minni líkamsgerð.” Áhorfendur – almenningur – vilja líka kynnast fyrirsætunni sjálfri. Ég er ekki bara raddlaus sýningardúkka.

.

aa468885925e3715b8e050f243bf2773a948da60

Ljósmynd: Marton Perlaki fyrir Yahoo Style

.

… hún býr yfir aðlögunarhæfni.

„Ég get sýnt og kynnt fatnað og tísku fyrir tískupalla og vörulista. Ég er nægilega mjúk og þétt til að geta verið stríðnislega vörulistastelpan í næsta húsi, en ég get líka aðlagað mig að hörðum kröfum hátískuheimsins.”

.

19528d8ec0ee6b30d07bb6d1d2691906e14dadf5

Ljósmynd: Marton Perlaki fyrir Yahoo Style

.

Mamma hennar skaut fyrstu módelmyndunum af henni …

„Ég stend keik uppi á pallinum á pallbílnum mínum í gallastuttbuxum og hlýrabol. Mér fannst ég svo flott … skvísa á pallbíl!”

.

60ab9564adc080a93d5b50d75271da537947f524

Ljósmynd: Marton Perlaki fyrir Yahoo Style

.

… henni finnst alveg jafn gott að lúra og okkur hinum.

„Mér finnst alveg yndislegt að fá mér eitt vínglas til að slaka á. Ég og maðurinn minn eigum fallegt og þægilegt heimili en þegar kalt er í veðri förum við oft í pílukast í stofunni. Ég myndi sofa fram að hádegi alla daga ef maðurinn minn þyrfti ekki að vakna eldsnemma sjálfur.”

.

f6a4edc041b69203aac0a5a2761e9a604ced575c (1)

Ljósmynd: Marton Perlaki fyrir Yahoo Style

.

Hún elskar Candice Huffine.

„Málið er að ég elska líkama minn og ég er sátt við líkama minn. Ef ég get hjálpað öðrum konum á einhvern hátt með því að vera sýnileg frammi fyrir veröldinni, þá hika ég ekki við að stíga fram og vera sjáanleg.

Viðtal Yahoo Style við Candice má lesa HÊR

Latex, lífstykki og leður: Pirelli 2015 óður til 50 Grárra Skugga

Calvin Klein fyrirsæta í „yfirstærð“ veldur ótrúlegu fjaðrafoki

Íslensk fyrirsæta í yfirstærð situr fyrir í myndaþætti Vogue

SHARE