Myndir af konum að horfast í augu við óöryggi sitt

Ljósmyndarinn Neringa Rekasiute, sem kemur frá Litháen, hefur vakið mikla athygli fyrir nýjasta verkefnið sitt þar sem hún setur fram spurninguna; hvað er falleg kona?

Með verkefninu vill hún færa valdið aftur í hendur kvenna til að ráða því hvað gerir konu fallega – með einni konu í einu.

Myndaþátturinn ber nafnið We.Women og myndaði hún samtals tólf konur. Þær standa á nærfötunum fyrir framan spegil og horfast í augu við þann líkamshluta sem þeim hefur verið kennt að sé ekki í lagi eða til vandræða.

Þetta verkefni upphófst eftir að leikkonan og sjónvarpsþáttakynnirinn Beata Tiskevic teiknaði mynd af konu sem horfir í spegil. Á líkama konunnar eru skrifuð orð sem hafa í gegnum árin verin látin falla um ófullkomna líkama hennar. Beata og Neringa ræddu mikið um að það þyrfti að hvetja og styrkja konur frá Litháen og þannig varð verkefnið til.

Þær notuðu fylgjendum Beatu á Facebook til að finna konur til að taka þátt, deila sinni sögu og að vera myndaðar á undirfötunum. Viðbrögðin voru ótrúleg að sögn kvennanna en þær grétu á meðan þær lásu mikið af sögunum.

Þær sem urðu svo fyrir valinu fengu tækifæri til að horfast í augu við óöryggi sitt og þá sjálfskaðandi hegðun sem neikvæð sjálfsmynd getur stuðlað að.

Tengdar greinar:

Lana del Rey á systir sem er magnaður ljósmyndari

Pinterest bregst við auknum vinsældum leitarorða líkt og „thigh gap“

Ný auglýsing Dove leggur til að við endurskilgreinum fegurð – Myndband

SHARE