Náði því á myndband þegar hann var að fá hjartaáfall

Hjartaáföll eru að öllum líkindum eitt skelfilegasta sem getur komið fyrir mann og þessi maður náði því óvart á myndband. Video-bloggarinn Alain Bruno setti internetið á hliðina þegar hann setti þetta myndaband á YouTube árið 2015. Hann ætlaði að taka upp blogg þegar hann upplifði fjölda „furðulegra” einkenna.

Hins vegar, það sem hann hefði líklega aldrei ímyndað sér, var að ástand hans myndi versna svakalega. Hann skrifaði við myndbandið: „Þetta er það skelfilegasta sem hefur komið fyrir mig og reyndust þessi einkenni í myndbandinu vera hjartaáfall. Ég var með mjög kvalinn og skalf. Ég hélt að ég væri að deyja. Sem betur fer kom sambýlismaður minn snemma heim og hringdi strax í 911. Ég er í lagi núna en ég verð að fara varlega það sem eftir er af lífi mínu því hjartasjúkdómar eru í fjölskyldunni minni. Verið örugg!”

Í þessu óhugnanlega myndbandi sem hefur verið skoðað meira en fjórum milljón sinnum, má sjá Alain finna fyrir óþægindum og hegða sér furðulega á meðan hann er að reyna að tala við myndvélina.

Á mínútu 3:15 sést hvernig hann fer að finna fyrir brjóstverkjum og svo fer ástandið versnandi. Eflaust er hann farinn að sýna einkenni hjartaáfalls fyrr í myndbandinu en þarna sést vel hvernig einkenni verðandi hjartaáfalls geta litið út.

Sjáðu einnig:

SHARE