Hefur fengið ógeðsleg og grimmileg skilaboð vegna sambands síns

Leikkonan Sarah Paulson (48) segir að hún fái alveg skelfilegar athugasemdir sendar um kærustu sína sem er hin 79 gamla Holland Taylor. Þær hafa verið saman síðan árið 2015 en Holland sendi Sarah einkaskilaboð eftir að þær fóru að fylgja hvor annarri á Twitter.

Sarah og Holland hittust fyrst 10 árum áður en á þeim tíma höfðu þær báðar verið í öðrum samböndum. Haft var eftir Sarah, árið 2016, í samtali við New York Times að Holland væri sú allra fallegasta kona sem hún hafði nokkru sinni séð. Þær höfðu gert sambandið opinbert árið 2015 þegar Holland birti þessa mynd af Sarah á Twitter.

Aðdáendum til mikillar ánægju voru konurnar mjög opnar um samband sitt voru mjög mikið að tala vel um hvort aðra í viðtölum og á samfélagsmiðlum. Sarah sagði frá því í viðtali við The Guardian, að margir hefðu verið mjög uppteknir af því hvað það væri mikill aldursmunur á þeim, alveg frá því þær byrjuðu saman. Hún segist hafa fengið „ógeðsleg“ og „grimmileg“ skilaboð frá ýmsu fólki.

„Mér finnst frábært ef samband okkar fær fólk til að opna hugann gagnvart því hvað er mögulegt og svoleiðis en það sem er ekki skemmtilegt við að vera opinber persóna, er allt fólkið sem er með leiðindi varðandi samband okkar,“ sagði Sarah og bætir við: „Trúðu mér, það er fullt af ungu fólki á internetinu sem hefur „tvítað“ ógeðslegum hlutum um mig vegna sambands míns, styðja það alls ekki og eru með ljótar og grimmilegar athugasemdir. Þetta er ákveðinn dans, en ég reyni að taka engan þátt í honum.“

Sarah ber saman samband Michael Douglas og Catherine-Zeta Jones, en það er 25 ára aldursmunur á þeim. „Ég man ekki eftir því að fólk hafi misst sig yfir þeirra sambandi og aldurmuninum á þeim,“ segir Sarah.

SHARE