Óþekkjanlegur! Veistu hver þetta er?

HOLLYWOOD stjörnur eru ekki ókunnugar að þurfa breyta líkama sínum fyrir góð hlutverk. Þessi stjarna hefur eflaust þurft að taka tvöfalt á því. Zac Efron var varla þekkjanlegur þegar hann sást á tökustað í Louisiana þar sem hann gekk um ber að ofan með blátt handklæði vafið um sig.

Zac er að breyta sér fyrir hlutverk þar sem hann leikur goðsagnakennda glímukappann Kevin Von Erich í væntanlegri kvikmynd The Iron Claw, og hefur unnið hörðum höndum að því að styrkja vöðvana til að líta svona út. Árið 2013 þurfti Zac að fara í bráðaaðgerð eftir að hafa slasast á hans eigin heimili og leiddi það til þess að hann þurfti að fara í kjálkaaðgerð. Þess vegna fór orðrómur af stað um að hann hafi farið í andlitsaðgerð.

Mamma sagði mér frá orðrómnum.„ Ég les eiginlega aldrei internetið, svo mér er alveg sama,“ sagði hann við Entertainment Tonight um lýtaaðgerða-orðróminn.

„Þetta var eiginlega bara fyndið,” bætti hann við. „En slysið var ömurlegt. Ég dó næstum því, en ég er góður í dag.”

SHARE