Að horfa á unga klekjast úr eggi er alltaf ævintýralegt, en þó hlýtur myndbandið hér að neðan sem sýnir pínulitla snigla vaxa úr því að vera fóstur og í fulla stærð að vera ævintýralegt.
Það var YouTube notandi sem kallar sig Eigio sem tók tímaskeiðið í fiskabúri og sýnir hér á töfrandi hátt, en hann fylgdist með sniglunum í heila níu daga – sem er sá tími sem meðgangan tekur – gegnum örsmáa makrólinsu.
Myndbandið sem tekur 11 sekúndur, sýnir ofurhægt hvernig sniglarnir hreyfa sig í egginu. Ótrúlega fallegt að sjá, en allir nema einn snigill lifðu ferlið af!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.