Ótrúlegt myndband sýnir snigla vaxa úr fósturstærð í eggi á 11 sekúndum

Að horfa á unga klekjast úr eggi er alltaf ævintýralegt, en þó hlýtur myndbandið hér að neðan sem sýnir pínulitla snigla vaxa úr því að vera fóstur og í fulla stærð að vera ævintýralegt.

Það var YouTube notandi sem kallar sig Eigio sem tók tímaskeiðið í fiskabúri og sýnir hér á töfrandi hátt, en hann fylgdist með sniglunum í heila níu daga – sem er sá tími sem meðgangan tekur – gegnum örsmáa makrólinsu.

Myndbandið sem tekur 11 sekúndur, sýnir ofurhægt hvernig sniglarnir hreyfa sig í egginu. Ótrúlega fallegt að sjá, en allir nema einn snigill lifðu ferlið af!

SHARE