Ótrúlegt! Þessar stjörnur verða 60 ára á árinu 2024

Jú öll eldumst við jafn hratt, ár eftir ár og ég held við getum öll verið sammála um að tíminn virðist líða hraðar eftir því sem árin verða fleiri.

Auðvitað eldast stjörnurnar á sama hraða og við hin þrátt fyrir að sumir „beri aldurinn betur“ en aðrir, hver svo sem ástæðan er fyrir því.

Hér eru nokkrar af þeim stjörnum sem verða sextugar í ár:

Keanu Reeves

Keanu Reeves sem virðist eldast betur en gott rauðvín verður 60 ára þann 2. september næstkomandi.

Courtney Cox

Leikkonan Courtney Cox, sem við þekkjum t.d. úr þáttunum Friends, verður sextug 15. júní 2024.

Russell Crowe

Leikarinn góðkunni Russell Crowe, sem lék svo eftirminnilega í Gladiator og A Beautiful Mind, verður sextugur 7. apríl 2024.

Sandra Bullock

Sandra Bullock sem skaust fyrst upp á stjörnuhimininn í kvikmyndinni Speed, verður sextug 26. júlí.

Lenny Kravitz

Söngvarinn Lenny Kravitz, sem er þekktur fyrir sérstaka rödd og stíl, verður sextugur 26. maí.

Rob Lowe

Leikarinn Rob Lowe verður sextugur þann 17. mars næstkomandi.

Elle Macpherson

Hin ástralska ofurfyrirsæta með meiru, Elle Macpherson, verður sextug þann 29. mars næstkomandi.

Teri Hatcher

Leikkonan Teri Hatcher, sem margir þekkja úr þáttunum Desperate Housewives, verður sextug 8. desember.

Wendy Williams

Fjölmiðlastjarnan Wendy Williams verður sextug þann 7. júlí næstkomandi.

Marisa Tomei

Leikkonan Marisa Tomei, er þannig séð nýorðin 59 ára, en hún verður sextug 4. desember.

Matt Dillon

Leikarinn úr The Outsiders, Matt Dillon, verður sextugur 18. febrúar næstkomandi.

Sjá einnig:

SHARE