Rannsóknir sýna að munnskol getur drepið Covid-19

Rannsókn í Cardiff-háskóla hefur leitt í ljós að munnskol getur hjálpað fólki að berjast gegn Covid-19 þar sem það inniheldur að minnsta kosti 0,07% prósent cetypyridinium-CPC, þar sem það efni getur drepið vírusinn.

Þetta þýðir eflaust það að munnskol verður væntanlega hluti af daglegri rútínu fólks. Skýrslan úr rannsókninni ber heitið „The Virucidal Efficacy of Oral Rinse Components Against SARS-CoV-In Vitro” og styður hún aðra rannsókn sem hefur sýnt það sama.

Sjá einnig: Hélt hann væri of ungur og hraustur fyrir Covid-19

Klínísk rannsókn mun nú fara fram við háskólann í Wales í Cardif, þar sem rannsakað verður hversu árangursríkt munnskolið er til að draga úr magni kórónaveirunnar í munnvatni jákvæðra sjúklinga. Niðurstöður úr þessari rannsókn verða væntanlegar birtar snemma á árinu 2021. Breski munnskolsframleiðandinn Dentyl hefur gefið út að þau munu taka þátt í þessari klínísku rannsókn, sem standa mun yfir í 12 vikur.

Prófessorinn David Thomas í Cardiff háskóla, mun leiða rannsóknina, segir að þó svo að fyrsta rannsóknin sé mjög jákvæð en það þurfi þó að rannsaka þetta betur.

„Við verðum að komast að því hvort munnskol geti í raun og veru drepið Covid-19 og erum mjög spennt fyrir að kynna niðurstöður klínísku rannsóknarinnar í byrjun árs 2021,“ sagði David.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here