Reykelsi með KFC lykt komin á markað

KFC í Tælandi hóaði nýverið saman nokkrum ilmsérfræðingum til að búa til reykelsi, sem ekki bara lítur út eins og það sé ætt, heldur lyktar það eins steiktur kjúklingur þegar kveikt er á þeim.

Uppskriftin er auðvitað háleynileg og inniheldur 11 jurtir og krydd og nánast ómögulegt að reyna að leika þetta eftir í eldhúsinu.

Pak Wansiri markaðsráðgjafi sagði að markmið þessa einstaka verkefnis væri að vekja athygli almennings á KFC vörumerkinu fyrir kínverska nýárið með því að nýta sér aldagamla hefð – að kveikja á reykelsi til að votta guðunum virðingu.

Það reyndist miklu meira krefjandi að búa til steiktar kjúklingareykelsi en talið var í upphafi. Það er ekki hægt að kaupa reykelsin beint heldur þarftu að taka þátt í leik til að eiga séns á að vinna þessa eftirsóknarverðu vöru.

Sjá einnig:

SHARE