Ricky Martin fer í mál við frænda sinn

Ricky Martin (50) hefur höfðað mál gegn sínum eigin frænda og mun krefjast þess að fá 20 milljón dollara í skaðabætur, vegna ásakanna sem frændi hans kom með á hann um sifjaspell og kynferðisofbeldi. Ricky sagði við TMZ að hann hafi verið ofsóttur, setið hafi verið um hann og hann hafi verið eltur og kúgaður af vanheilum einstakling.

Sjá einnig: Svo virðist sem Adele sé búin að giftast í leyni

Frændi Ricky, hinn 21 árs gamli Dennis Yadiel Sanchez hélt því fram í júlí að þeir tveir hafi verið í ástarsambandi í sjö mánuði og að Ricky hafi neitað að sætta sig við sambandsslitin. Hann hafði látið setja nálgunarbann á hann og stuttu seinna féll hann frá öllu og nálgunarbann var ekki framlengt.

Ricky heldur því fram í málsgögnum að Dennis sé vanheill einstaklingur og honum líði alls ekki vel í Puerto Rico vegna hans.

SHARE