Rótý brauð

Þessi uppskrift er frá Matarlyst á Facebook. Þær segja að þessi uppskrift sé fljótleg og einföld og henti vel með Tikka Masala og Butter Chicken.

Rótý brauð

8 dl hveiti
2 msk lyftiduft
2 msk sykur
2 tsk salt
Kalt vatn þar til deigið samlagast vel.

Sjá einnig: Hrökkbrauð með fræjum – Vegan

Aðferð: Blandið þurrefnunum saman í skál, bætið vatni út í þurrefnin, blandið þar til deigið sleppir vel hendi og hefur samlagast vel. Mótið litlar kúlur á stærð við golfkúlu, fletjið þær út þunnt og steikið á olíuborinni heitri pönnu um stund og snúið við og steikið hina hliðina. Gott er að pensla brauðið með hvítlauksolíu.

SHARE