Hrökkbrauð með fræjum – Vegan

Þetta svakalega girnilega hrökkbrauð kemur frá Eldhússystrum. Æðislega gott!

Hrökkbrauð með fræjum

4 dl heilhveiti (eða hveiti)
1 dl haframjöl
1 dl graskersfræ
1 dl sesamfræ
1 dl sólblómafræ
1 dl hörfræ
1 tsk lyftiduft
2 tsk salt (maldon)
1 dl olía
2 dl vatn

Öllum hráefnum blandað saman og deiginu skipt í tvo hluta. Athugið að deigið er mjög blautt. Best er að nota 2 bökunarpappíra, setja deigið á milli og fletja þannig út á milli þeirra. Þegar búið er að fletja deigið út er það skorið í bita áður en bakað er, pizzahnífur er mjög hentugur í verkið. Stráið maldon salti yfir og bakið í miðjum ofni við 200°C í 15 – 20 mín.

Eldhússystur á Facebook.

SHARE