Russel Brand um hjónaband þeirra Katy Perry – “Hjónabandið var ótraust frá byrjun”

Katy Perry og Russel Brand giftu sig með pomp og prakt á fílsbaki í Indlandi árið 2010. Sambandið entist ekki lengi. Þau voru skilin efir 14 mánuði.  Og það hefði alveg getað endað fyrr, segir Russel, sem var í sjónvarpinu nýlega og var þá að styðja söfnun fyrir krabbameinsveik börn.

Hann gerði að gamni sínu og sagðist skyldu segja þeim allt um hjónabönd. Hjónaband er band sem getur alveg enst í 14 mánuði. Það byrjar á fílsbaki og endar í dagblaði. Þetta hjónaband var ótraust allt frá því við sátum uppi á fílnum. Hjónakornin fyrrverandi eru bæði á fullu að reyna fyrir sér á nýjum veiðilendum.


SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here