Segist vera launsonur Jay-Z

Maður hefur nú stigið fram og segist vera sonur Jay-Z. Maðurinn heitir Rymir Satterthwaite og er 30 ára og segist ekki ætla að láta neitt stoppa sig í því að sanna það að Jay-Z sé raunverulega faðir hans.

„Þetta er ekki búið fyrr en réttlætið hefur sigrað,“ sagði Rymir í samtali við Daily Mail. „Mig langar bara að lifa lífinu mínu og þegar allt er sagt og gert vona ég að Jay-Z vilji vera partur af mínu lífi.“

Rymir Satterthwaite

„Ég mun ekki hætta að berjast fyrr en ég vinn og ég veit að ég mun sigra því lögin eru okkur í hag,“ sagði Rymir.

Rymir segir að móðir hans, Wanda, hafi verið með Jay-Z um árið 1990, áður en sá síðarnefndi varð heimsfrægur. Jay-Z, sem heitir raunverulega Shawn Carter, hafi hinsvegar neitað fyrir að vera faðir hans eftir árið 2008 þegar hann gekk í hjónaband með Beyoncé.

Lögfræðingur Jay-Z svaraði þessu í bréfi til Daily Mail og sagði meðal annars í bréfinu: „Þessar ásakanir hafa áður verið skoðaðar vel og vandlega og þær afsannaðar. Ég er viss um að niðurstaða Hr. Satterthwaite verði sú sama.“

Rymir fæddist í júlí 1992 en þá var Wanda hætt að hitta Jay-Z og er Robert Graves skráður faðir hans á fæðingarvottorði hans.

Þess má geta að árið 2011 fór Wanda í mál til þess að reyna að fá meðlag með drengnum, aftur í tímann.


Sjá einnig:

SHARE