Sendi 9 ára dóttur sína í fegrunaraðgerð

Japönsk móðir hefur hlotið mikla gagnrýni vegna þess að hún sendi dóttur sína í lýtaaðgerð til þess að barnið „verði fallegra“.

Í Japan eru lýtaaðgerðir löglegar fyrir alla yngri en 18 ára, svo framarlega sem þeir hafa samþykki foreldra eða lögráðamanns og samkvæmt nýlegri skýrslu VICE Asia, hvetja sumir foreldrar börnin sín til að fara í fegrunaraðgerðir.

Móðir stúlkunnar, Rucchi, lét dóttur sína, Micchi, fara í svokallaða tvöfalda augnlokaaðgerð og finnst ekkert sjálfsagðara en að framkvæma aðgerðir á börnum í fegrunarskyni.

Rucchi segir að þegar hún var lítil stúlka hafi hún upplifað einelti fyrir hvernig augun hennar voru, en hún hafi verið mjög skáeygð. Hún segir að systur hennar hafi verið með stór og falleg augu og þegar þær hafi verið saman úti að labba, hafi þær fengið alla athyglina og hún verið virt að vettugi. Hún fór í aðgerðina þegar hún var 18 ára en segist hafa orðið fyrir miklum áhrifum vegna æsku sinnar og vilji ekki að dóttir hennar upplifi það sama.

SHARE