Leikkonan Shannen Doherty hefur sótt um skilnað í miðri baráttu sinni við 4. stigs krabbamein. Talsmaður Shannen hellti svo olíu á eldinn þegar hún gaf í skyn að umboðsmaður mannsins hennar, Kurt Iswarienko, ætti einhvern þátt í því að Shannen sótti um skilnaðinn.
Talsmaður Shannen, Leslie Sloane, sagði í tilkynningu á laugardaginn: „Skilnaður var það seinasta sem Shannen vildi. Því miður átti hún engra kosta völ.“
Shannen sótti um skilnað á seinasta föstudag, 21. apríl. „Þið getið haft samband við umboðsmann Kurt, Collier Grimm, því hún er nátengd inn í málið,“ sagði Leslie.
Það er greinilegt að verið er að gefa í skyn að Collier hafi verið að halda við Kurt en það hefur ekki verið staðfest.
Sjá einnig: