Sjaldséð Tracy Chapman tók lagið Fast car ásamt Luke Combs á Grammy hátíðinni

Það þekkja eflaust allir tónlistarunnendur lagið “Fast Car” sem Tracy Chapman söng svo óaðfinnilega árið 1988. Lítið hefur farið fyrir þessar æðislegu söngkonu í meira en 3 áratugi. Söngvarinn Luke Combs endurflutti í ár lagið “Fast Car” og hefur það verið afar vinsælt og í spilun um allan heim síðustu vikurnar. Því vakti það mikla lukku þegar sjálf Tracy Chapman tók lagið með Luke á Grammy hátíðinni á dögunum. Það er algjör gæsahúð að heyra aftur hennar fögru rödd!

SHARE