Skammdegisþunglyndi

Skammdegisþunglyndi einkennist fyrst og fremst af atorkuleysi ásamt depurð á veturna. Það byrjar á haustmánuðum og lýkur á vorin. Algengt er að fyrstu einkennin komi fram í nóvember og sjúkdómurinn varir þar til dag tekur að lengja í febrúar eða mars. Matarlyst eykst gjarnan, sem og þörf fyrir sætindi og svefninn eykst. Skammdegisþunglyndi er talið algengara hjá konum en körlum.

Hver er orsök skammdegisþunglyndis?

Minnkandi birta og ef til vill lækkandi hitastig virðast valda því að skammdegisþunglyndi kemur fram.

Líffræðilegu breytingarnar sem verða í heilanum og leiða til skammdegisþunglyndis eru ekki þekktar.

Það er afar sennilegt að boðefnið serótónín eigi þar hlut að máli. Þetta byggist á því að ákveðin þunglyndislyf  sem auka serótónínmagnið í heilanum geti haft jákvæð áhrif á skammdegisþunglyndi. Ef amínósýran trýptófan, sem líkaminn umbreytir í serótónín, er fjarlægð úr fæðunni fær skammdegisþunglyndissjúklingur sem hefur fengið betri líðan, aftur einkenni.

Í þessu samhengi hafa menn velt mikið fyrir sér hormóninu melatónín sem heilaköngullinn gefur frá sér.

Hvaða meðferð er  við skammdegisþunglyndi?

Við skammdegisþunglyndi er ljósameðferð gjarnan  notuð. Þessi meðferð felst í því að manneskja sem haldin er skammdegisþunglyndi situr fyrir framan lampa í einhvern tiltekinn tímafjölda á dag.

Lyfjameðferð hefur verið algengust hér gegn skammdegisþunglyndi ef sýnt þykir að ljósameðferð hentar ekki eða dugar ekki til.

Fleiri frábærar greinar á doktor.is logo

 

Tíundi hver Íslendingur notar þunglyndislyf!

Ég heiti Sunna og ég er þunglyndissjúklingur í bata!

Megrunardrykkir auka þunglyndi

6 góðar leiðir til að ná sér upp úr þunglyndiskasti

„Ég þekki þunglyndi mjög vel“ – Verum þakklát, það skiptir máli

 

SHARE