Stjörnuspá fyrir júní 2022 – Sporðdrekinn

Þú átt þér mörg áhugamál og átt auðvelt með að læra nýja hluti eins og til dæmis tungumál. Það var brjálað að gera hjá þér í maí en júní verður miklu þægilegri. Þú munt læra að standa með sjálfum/ri þér og þínum þörfum. Þú ferð að gera áform um framtíðina og gömul sár, sem hafa verið lengi að gróa, fá loksins að gróa að fullu.

Ef þér finnst þú ekki metin/n að verðleikum í vinnunni þinni, er kominn tími til að breyta því. Þú gætir gert það með því að biðja um verkefni sem eru meira krefjandi eða bara einfaldlega kauphækkun. Nú svo geturðu líka bara farið að búa til flotta ferilskrá og leitað á ný mið.

Heimildir: Bustle.com og Instyle.com